Product Description
Flokkunarkassinn er sérhannaður til að geyma hið fjölbreytta myndefni úr öllum þremur framburðaröskjunum, á einum stað. Setjið allar litlu myndirnar í botninn og greinið að með millispjöldunum sem eru merktar með táknmyndunum úr efninu. Í lokið komast allar stóru táknmyndirnar sem gefa fyrirmynd fyrir hvert og eitt hljóð. Góð lausn til að geyma myndirnar allar á einum stað. Tómu framburðaröskjurnar má svo nota til að geyma verkefni sem hægt er að búa til með myndunum eða límmiðunum. Þær eru eigulegar og vandaðar með skemmtilegum myndum.



Hoppasvuntan
Dýraspegill – Rostungur 
Dýraspegill – Önd